Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.2.2007 | 20:18
Inflúensan herjar á Elmholtsbúa
Jæja loksins einhverjar fréttir héðan frá Noregi. Inflúensan er farin að herja á heimilisbúana í Elmholtið. Geir er búin að vera lasin frá því á miðvikudag og er enn ekki orðin nógu góður. Hann er búin að vera með 3xh (hita, hósta, höfuðverk). Júlía byrjaði með slæman hósta í dag og er búin að vera með einhvern hita í dag. Ég held að ég sé lika að fá fyrstu einkennin af þessari flensu en vona ekki. Fjölskyldan er farin að bryðja bláberjatöflur, (við höfum mikla trú á þeim) og vonum að við sleppum betur undan flensunni.
Júlía er farin að kunna betur við sig á leikskólanum og er farin að bregða fyrir sig norskunni öðru hvoru og kennir foreldrunum nokkur orð í norskunni. Þetta lofar góðu.
Ég er að verða búin á norskunámskeiðinu (aðeins 1 vika eftir), það hefur bara gengið mjög vel, nú er maður betur kominn inn í málið og farin að ná betri tökum á því. Vantar aðeins að æfa sig aðeins betur í að tala. Það kemur allt.
Jæja þá höfum við þetta ekki lengar í bili, skrifa aftur fljótlega
4.12.2006 | 19:08
Þegar piparkökur bakast
Sæl öllsömul! Við hérna í elmholltinu höldum áfram að gera jólalegt hjá okkur. Allir hér í góðum skapi og verkefnin af ýmsum toga eins og gengur. Júlía er búin að vera að skreyta, baka piparkökur og lesa um jólasveinana - mamma og pabbi hjálpuðu henni svolítið. Síðan voru piparkökurnar skreyttar. Piparkökurnar smakkast afskaplega vel og renna þær ljuflega niður. Enda var fyllgt leiðbeiningum bakarans í Hálsaskógi í einu og öllu. Ef menn eru í stuði fyrir myndir þá er bara að fara að skoða..
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 15:21
Aðventan að byrja
Sæl verið þið,
Jæja þá ætti jólaundirbúningurinn að vera hafinn á flestum bæjum. Við erum aðeins byrjuð að taka fram kertin og jóladúkana, eitthvað af jólaljósum verðurs sett upp um helgina. Í gær fórum við Júlía í nærliggjandi verslunarmiðstöð þar sem kvekja átti á jólatrénu þar. Stemmingin var ágæt, jólalög sungin og jólasveinafjölskyldan kom á hestvagni, (fjölskyldan samanstendur af jóla-pabba, jóla-mömmu og jólabörnunum) eitthvað annað en við eigum að venjast. Þessi fjöskylda gaf öllum börnunum svo smá glaðning í poka, mandarínu og smá nammi. Það vantaði náttúrulega sjálfan Jólasveininn til að heilsa upp á börnin, en maður getur víst ekki fengið allt sem maður óskar sér. Við verðum bara að hitta hann á Íslandi, (með von um að komast á eitthvað jólaball um jólin).
Í gær var fjárfest í gardínustaung í eldhúsið svo nú eru komnar gardínur í alla íbúðina, sjá myndaseríu af Elmholtinu undir Myndir.
Geir á frí um helgina svo að við förum örugglega eitthvað í bæinn á morgun í jólagjafleiðangur.
Gaman væri að fá einvherjar fréttir af ykkur þarna á Fróni.
Jólakveðjur úr Elmholtinu,
27.11.2006 | 19:34
Miklar framfarir - komnar með kennitölu
Jæja þá er komið nýjum pistli úr Elmholtinu.
Helgin hjá okkur var frekar róleg, rigning á laugardaginn kallaði á inniveru og jólalögin voru sett á fóninn. Geir fór í vinnuna um 3 leytið og við Júlía komum okkur vel fyrir í sófanum og sungum jólalög og horfðum svo á Pétur Pan í sjónvarpinu.
Á sunnudaginn vorum við eins og túristar í Oslo og heimsóttum Holmenkollen. Við fórum alla leið upp á topp og sáum vel yfir Oslo. Veðrirð var mjög gott, sól og fínt útsýnisveður. Auk þess skoðuðum við skíðasafnið sem er á staðnum, mjög gaman.
Í dag drifum við Júlía okkur í leikfimi (fór í Power tíma, og er ennþá þreytt) og eftir hádeigi fórum við í göngutúr um hverfið, þar sem veðrið í dag var mjög gott (þ.e. ekki rigning). Þegar við komum heim var í póstkassanum bréf til okkar Júlíu þar sem við vorum beðin um að velja heimilislækni. Í þessu bréfi kom fram kennitalan okkar svo að við getum farið að panta allt það sem við þurfum, bankakort, námskeið og fleira. (allir veigir færir).
Ekki fleiri fréttir úr Elmholtinu í bili, þar til næst, ha de bra.
24.11.2006 | 13:44
Vikulok -3 vikur í Noregi
Jæja sæl verið þið!!!
Af okkur er allt gott að frétta. Við Júlía Björk erum alltaf að leika okkur eitthvað, púsla, spila eða hlusta á skemmtilega tónlist. Við erum einnig búin að vera duglegar að fara í leikfimi í vikunni, fórum í Jóga í gær og pallatíma í dag, (verð örugglega með harðsperrur á morgun). Tökum okkur frí á morgun. Geir á að vinna á morgun svo við Júlía Björk verðurm einar í kotinu annaðkvöld.
Það er komið á hreint Júlía Björk byrjar í leikskólanum 8.janúar næstkomandi. Þetta er glænýr leikskóli við Rikishospitalet. Við ætlum að fara að skoða hann fljótlega, (áður en við komum aftur til Íslands).
Eru þið ekki komin í smá jólaskap? Við Júlía erum nú ekki farin að spila jólatónlist ennþá en ætli við byrjum ekki bara um helgina. Er farið að spila jólalög í útvarpinu heima? Við erum aðeins farin að heyra jólalög spiluð í verslununum hérna.
Ekkert bólar á kennitölu fyrir mig og Júlíu Björk en við erum vongóðar að eitthvað geirst fyrir mánaðrmót. (nú þegar eru liðnar 5 vikur og ekkert gerst)
Kveðjur úr Elmholtinu
Inga, Geir og Júlía Björk
21.11.2006 | 21:09
Leikskóli í Noregi
Hæ hæ öllsömul
Í dag fengum við góðar fréttir varðandi leikskóla fyrir Júlíu Björk. Hún mun að öllum líkindum komast að á leikskólanum við Riskishospitalet í byrjun janúar. Það er frábært.
Í dag fórum við í leikfimi, ég og Júlía. Júlía fór í barnagæslu og ég hitti einkaþjálfara sem setti upp smá æfingaprógram fyrir mig. Geir kom svo eftir vinnu og hitt okkur þar. Þegar við vorum að fara þá hittum við "íslending" og fórum að spjalla við hana, svolítið fyndið alltsaman.
Nýjustu fréttirnar eru að við Júlía Björk eignuðumst frænku á laugardaginn.
Hún hefur fengið nafnið Selma Marie
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)