Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Latabæjarhlaupadrottning

Hæ hæ  Júlía Björk tók þátt í Latabæjar hlaupinu á sunnudaginn.  Þetta var rosalega gaman, mikið um að vera og sjálfur íþróttaálfurinn kom og sýndi okkur hvað hann var klár og stóð sig vel í norskunni. Júlía hljóp alla leiðina (heila 500 m) og fékk verðlaunapening og vatn fyrir erfiðið.  Foreldrarnir skemmtu sér vel.

sjá myndir og litið lag sem Júlía söngDSC04165

 

 

 

 

 

DSC04179

 

 

 

 

 

 

 

DSC04166

 

 

 

 

 

 

 

DSC04180

 

 

 

 

 

 

 


Haustið er komið í Oslo

DSC04124DSC04112Af okkur er allt gott að frétta, húsbyggingin gengur vel, þ.e. allt samkv. áætlun.  Sjá myndir hér að neðan.  Júlía Björk er byrjuð í ballettt og finnst mjög gaman. 

Við fengum heimsókn frá Íslandi í september, foreldrar Geirs komu til okkar.  Við skoðuðum helstu staði í Oslo, Holmenkollen, Frognerseteren, konungshöllina, Akerbryggju og ströndina við Bygdø.  Geir var í fríi á meðan heimsókninni stóð svo að þetta var allt mjög afslappað hjá okkur.  Júlía hafði mjög gaman að fá heimsókn frá Íslandi, ágætt að fá athygli frá einhverjum öðrum en foreldrunum til tilbreytingar.

DSC04139

DSC04056

 

 

 

 

DSC04095

DSC04060

 

 

 

 

 

DSC04071DSC04077DSC04074


Sumarfrí á enda

Sæl verið þið

Héðan frá Noregi er allt gott að frétta.  Júlía Björk er komin aftur á leikskólann eftir sumarfrí.  Það er reyndar búið að vera frekar rólegt, fá börn og margir leikskólakennarar.  Eftir helgina ættu einhverjir fleiri að fara koma úr sumarfríi.

Við fengum gest í heimsókn í síðustu viku, Eva systir kom og var hjá okkur í 5 daga.  Við náðum að gera heilmikið með henni, versla´, fara á ströndina, skoða merka staði í Oslo, Holmenkollen og Vigelandsparken.  Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega Tusenfryd, Tivoli-skemmtigarður rétt fyrir utan Oslo.  Þar var farið í næstum öll tækin og sumir komu heim með hálfgerða sjóriðu, nefnum engin nöfn.  Júlía Björk var rosalegKlessubilarnir profadira dugleg að fara í flest tæki sem hún mátti fara í.  Sjá meðfylgjandi myndir.Julia a motorhjolinu

DSC04038

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum og sýndum Evu húsið okkar sem er í miklum vexti, sjá myndir.  Miklar breytingar eru á því frá því í lok júní.  Skrifa meira fljóltega.

BorkenholmenBorkenholmen ibudin okkar


Gleðilega þjóðhátíð

DSC03502Sæl verið þið, og gleðilega hátíð

 Af okkur er allt gott að frétta, Geir er loksins komin í sumarfrí (4 ljúfar vikur framundan af skemmtilegheit, ferðalögum og fleira).  Ferðinni er heitið á morgun til Danmerkur, nánartiltekið Jótlands.  Ferðinni er heitið til Sjpjaldar og þar ætlum við að heimsækja tengdaforeldra Óskars bróður.  Stefnan er að fara í Legoland og Givskud dyragarð og annað skemmtilegt.  Stefnan er svo að keyra til Köben og kíkja í Tivolí áður en við förum til Svíþjóðar, nánartiltekið til Lundar að heimsækja vinafólk okkar, Sigga, Anítu og Sylvíu Rós. 

Veðrið að undanförnu er búið að vera frábært, en það hefur aðeins kólnað og hitinn er kominn niður í 20 stig, fyrir utan daginn í dag að það var aðeins 12°c sjálfan 17.júní.  Vonandi fáum við gott veður í ferðalaginu, Við gerum ráð fyrir að vera komin til baka til Noregs eftir rúma viku. 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sumardögunum í Oslo, Júlía í sólbaði og í sundilauginni sinni.

Nýja húsið okkar í byggingu og næsta nágrenni.

17.júní skrúðganga í Oslo. 

 

DSC03493DSC03495DSC03492

DSC03505

DSC03506DSC03507

 

DSC03536DSC03524

 

 

 

 

 

 

 


Hitabylgja í Oslo

DSC03425DSC03450DSC03447

Jæja sællt veri fólkið

 Loksins gefst tækifæri við að hripa niður nokkrar línur af okkur hér í Elmholtinu. Síðastliðna viku hefur geysað hitabygja í landinu, hitinn náði hámarki í gær 30,5 °C sem var allt of heitt eins og gefur að skilja.  Mikil sól og hiti hefur þau áhrif að maður er gjörsamlega að bráðna við að setjast út í sólina í klukkutíma svo maður flýr reglulega inn í svalann.  Dagurinn í dag var mjg heitur, við fórum í bæjarferð og vorum gjörsamlega að  bráðna, sérstaklega í lestinni í dag.  Það var mjög kælandi að fá sé ís eftir langa gönguferð.  Eftir að heim var komið var grillið hitað og salati skellt í skál og allir drifu sig út í garð og sóluðu sig. 

Persónulega er ég alveg búin að fá nóg af þessu veðurfari, hitastigið hefur verið frá 25-29°C  mætti alveg lækka um 5°C. 

Prinsessan átti afmæli í vikunni og það var mjög gaman að fyljgast með því og upplifa það í svona "of góðu" veðri.  Borðað var úti og Júlía fékk að ákveða hvað var borðað og við fengum svo afmæliskku.  Allt mjög gaman.

Nú styttist í sumarfríið hjá okkur, aðeins vika til stefnu þar til við leggjum upp í ferðalag til Spjaldar á Jótlandi.  Í Danmörku ætlum við að heimsækja Legoland, dýragarðinn og eitthvað skemmtilegt.  Þaðan stefnum við á einn dag í Köben og náum að heimsækja Tivoli a.m.k.  Frá Danmörku höldum við til Svíþjóðar nánartiltekið til Lundar og heimsækjum vinafólk okkar þar í nýjahúsið þeirra.  Þaðan er stefnan tekin á Norega aftur og nokkrum dögum síðar til Íslands.DSC03322DSC03351DSC03360


Sumar og sól

Hæ hæ öllsömun

Nýjustu fréttir úr Elmholtinu eru að Júlía Björk fékk reiðhjól á dögunum.  Hún er rosalega ánægð og montinn með nýja hjólið sitt.  Við erum búin að fara í tvo hjólreiðatúra og hafa þeir gengið mjög vel.  Hún þorir ekki að hjóla mjög hratt og er mjög varkár og er farin að læra að bremsa ( mjög mikilvægt).  Júlía og nýja vinkonan hennar hún Margrethe hjóluðu saman úti í gær, sjá mynd.

Fjölskyldan er farin að hlakka til að koma heim á klakann og fá skyr og flatkökur.

Sjáumst á Íslandi.DSC03266

DSC03262


Páskar í Noregi

Sæl verið þið

 Héðan frá Noregi er allt gott að frétta.  Páskarnir voru mjög rólegir hér í Oslo, umferðin í lágmarki og nærri ekkert fólk á ferðinni.  Við fórum í hjólatúr til Bygdø, tók okkur aðeins 25 mínútur, þá vorum við komin á ströndinni.  Þessi staður er mjög fallegur og gaman að koma þangað aftur þegar hitastigið hækkar aðeins og sólin fer að sýna sig.

Páskahelgin var mjög róleg, við borðuðum náttúrulega íslenskt páskaegg, náðum næstum að klára það og Júlía Björk stóð sig líka vel náði líka næstum að klára sitt egg (þ.e. innihaldið) súkkulaðið er allt eftir.

Mikil spenna var í loftinu á sunnudaginn þar sem við settum fætur undir rúmið hennar Júlíu og stiga svo hún geti klifrað upp í rúm.  Undir rúmið settum við upp tjöld, lítið hús þar sem Júlía getur leikið sér.  Rúmið hefur slegið í gegn og hún hefur varla komið fram úr herberginu sínu síðan rúmið var sett upp.

Nú er allt komið í sama far og áður og styttist í að við komum heim til Íslands í smá frí.  Við Júlía ætlum að verða til 16.5 en Geir þarf að fara á kúrs í Bergen svo hann verður bara til 5.5.

P.s. sjáið fína herbergiðDSC03222 mitt.DSC03220


Páskafrí

Sæl verið þið

Það hefur mikið gengið á síðan við skrifuðum síðast.  Búið er að reynslukeyra bílinn og hann er alveg frábær vel.  Júlíu Björk líkar orðið mjög vel á leikskólanum og er farin að tala "of mikla norsku" heima við. 

Við fjárfestum í grilli í síðustu viku, (þetta hefur Geir dreymt um í langan tíma) og prufukeyrðum það um helgina og reyndist það mjög fínt.  (annað er að segja um lambakjötið , sem bragðaðist ekki eins og það íslenska svo það verður ekki mikið á boðstólnum hér eftir). 

Húsbóndinn átti afmæli í síðustu viku og það ver löng afmælisveisla, en aðeins fyrir nánustu fjölskyldumeðlimi.  Nokkrir pakkar ferðuðust alla leið frá Íslandi og komust allir heilir á áfangastað, (meira segja tvö páskaegg sem okkur áskotnaðist frá Evu systur).  Júlía bíður spennt eftir að fá að borða páskaeggið sitt, aðeins nokkrir dagar til sefnu.

Um síðustu helgi skruppum við til Svíþjóðar, rétt yfir landamærin og fórum í "svínasund" og þar er stór matvöruverslun og stór verslunarmiðstöð.  Við keyptum eitt og annað, aðalega grillkjöt og dillsnakk (sem undirrituð finnst sérstaklega gott).  Verðlagningin þarna er bæði í norskum og sænskum og maður getur valið að borga í sænskum eða norskum.  Við undirbúum okkur betur fyrir næstu reisu.

Á sunnudaginn fórum við í íslenska messu í Oslo.  Það var frekar fámennt en góðmennt í messunni  aðeins 7 manns.  Á eftir var kirkjukaffi í boð Íslendingafélagsins, þar voru drekkhlaðin borð af tertum, rjómatertur, rúgbrauð með hangikjöti, snúðar og fleira gott.  Júlía fór í sunnudagaskólann á meðan messan var.  Það var mjög gaman að hennar sögn.

Nú er loksins komið vor og gróðurinn er farin að taka við sér og við farin að setjast út í garð og sóla okkur.  Vonandi helst veðurblíðan eitthvað áfram hjá okkur þar sem spáð er 15 stga hita á morgun.

Skrifa meira um páskana.

p.s. sjá nýjar myndir

 


Nýja drossian

Jæja jæja, þá er búið að keyra drossiuna í heila  viku og hún virkar mjög vel.  Leiðsögukerfið kemur að góðum notum þar sem við rötum ekki alveg allt í  borginni ennþá.  Ég kann vel við að vera komin aftur á bíl, þá leggur maður strætókortinu í bili, en tekur það upp öðru hvoru aftur.  Það er dýrt að leggja bíl í miðbænum svo það borgar sig þá bara að ferðast með strætó eða lest.  Við eigum mikið verk fyrir höndum með að skoða nærliggjandi nágrenni.  Ferðir í Ikea, Bauhaus og fleiri staði.

Fleiri bílasögur koma fljótlegaEr hann ekki flottur


Flesna yfirstaðin (uuufffffff)

Jæja þá er flensumánuðurinn að baki, við fengum að kenna á henni hér á bæ.  Geir byrjaði að veikjast og var heima í heila viku svo 10 dögum seinna veiktumst við Júlía Björk.  Ég fékk höfuðverk, hita og kvef (mikið niðri í lungunum, hóstaði mikið) en Júlía fékk aðeins hita og magaverk (þ.e. hún vildi ekki borða neitt).  Við vorum búnar að vera heima slappar í 4-5 daga og ekki ornar fullfrískar, ég var eitthvað betir, laus við höfuðverkinn en Júlía ekki farin að borða neitt að ráði.  Við áttum pantað flugfar til Köben, þá var að hrökkva eða stökkva, við ákváðum að drífa okkur af stað.  Það gekk vonum framar, Júlía tók við sér á flugvellinum og vildi borða pylsu eins og sannur norðmaður.  Ferðalagið gekk vel fyrir utan tafir vegna veðurs í Köben, flugið tafðist um klst og erfiðlega gekk að komast af flugvellinum vegna mikils snjó (ekki svo mikill á íslenskan mælikvarða).  Eftir 7 tíma ferðalag komumst við loks á hótlelið, langþreytt. 

Daginn eftir vöknuðu allir hressari og drifum okkur út í snjóinn (sem var nú ekki svo mikill eftir allt, búið að moka mikið af honum í burtu).  Við fórum að hjálpa við undirbúininginn á skírnarveislunni, setja á kökur og leggja á borð. 

Á sunnudeginum þá fórum við í íslenska messu í St.Pauls krikju þar sem litla frænka fékk nafnið Selma Marie.  Það var gaman að koma í íslenska messu í Köben, það var nú dálítið af fólki en mest aðstandendur Selmu Marie.  Síðan var haldið í veisluna, þar beið okkar forréttur, aðalréttur og kökur í eftirmat.  Veislan minnti mig á minni útgáfu af brúðkaupi þeirra Óskars og Susanne.  Það var mjög gaman og allir voru orðnir mjög saddir að lokum.DSC02981

Á mánudeginum fórum við í bæinn og kíktum á nokkrar vel valdar búðir, (það er nauðsynlegt að fara á Strikið og Köbmagergade).

Á þriðjudeginum fórum við svo áleiðis til Svíþjóðar, nánartiltekið til Lundar.  Þar fengum við góðar móttökur og Júlía Björk hitti vinkonu sína Sylvíu Rós.  Við skoðuðum bæjarlífið í Lundi og skoðuðum líka nýja húsið sem Siggi og Aníta vinarfólk okkar er búið að kaupa sér en fær afhent eftir 2 mánuði.  Mjög gaman að koma til þeirra.

Svo var haldið áleiðis heim til Noregs og ferðalagið gekk mjög vel fyrir utan að koma töskulaus heim, (dálítið tómlegt að hafa bara handtöskur).  En sem betur fer kom taskan í leytirnar og við fengum hana á hádeig daginn eftir. DSC03036

Það var karnival (öskudagur) á leikskólanum á föstudeginum en þar sem búningurinn hennar Júlíu var keyptur í Köben og var í töskunni þá var ekki hægt að fara í leikslólann, frekar fúllt.

Það var mjög gott að vera kominn heim aftur og allt komið í rútínu að nýju. 

Við keyptum okkur bíl, (kaupleiga) þannig að nú keyrum við í leikskólann og vinnu í stað þess að taka strætó.  Það er fínt, nú reynum við að rata um bæinn og villast ekki mjög mikið.  Við höfum einfaldan smekk og keyptum Subaru Legacy, eins og við áttum heima á íslandi.

Skrifa meira síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband