Aðventan að byrja

Sæl verið þið,

Jæja þá ætti jólaundirbúningurinn að vera hafinn á flestum bæjum.  Við erum aðeins byrjuð að taka fram kertin og jóladúkana, eitthvað af jólaljósum verðurs sett upp um helgina.  Í gær fórum við Júlía í nærliggjandi verslunarmiðstöð þar sem kvekja átti á jólatrénu þar.  Stemmingin var ágæt, jólalög sungin og jólasveinafjölskyldan kom á hestvagni, (fjölskyldan samanstendur af jóla-pabba, jóla-mömmu og jólabörnunum) eitthvað annað en við eigum að venjast.  Þessi fjöskylda gaf öllum börnunum svo smá glaðning í poka, mandarínu og smá nammi.  Það vantaði náttúrulega sjálfan Jólasveininn til að heilsa upp á börnin, en maður getur víst ekki fengið allt sem maður óskar sér.  Við verðum bara að hitta hann á Íslandi, (með von um að komast á eitthvað jólaball um jólin).

Í gær var fjárfest í gardínustaung í eldhúsið svo nú eru komnar gardínur í alla íbúðina, sjá myndaseríu af Elmholtinu  undir Myndir.

Geir á frí um helgina svo að við förum örugglega eitthvað í bæinn á morgun í jólagjafleiðangur.

Gaman væri að fá einvherjar fréttir af ykkur þarna á Fróni.

Jólakveðjur úr Elmholtinu,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband