Jólin nálgast

Sæl verið þið

 Loksins koma fréttir af okkur héðan frá Noregi.  Haustið hefur liðið hratt og jólin á næsta leiti.  Við skruppum til Jótlands um miðjan nóvember að heimsækja Óskar bróður og skoða nýja húsið sem hann var að kaupa sér þar.  Það var mjög gaman, þar sem mamma og pabbi, Eva og Agga voru einmitt á sama tíma þar.  Það verður mjög gaman að koma til þeirra aftur þegar allt er í blóma og ávaxtatrén farin að blómstra. 

Um síðustu helgi fóru Geir og Júlía á skíði, þar sem búið er að opna í skíðabrekkunni okkar.  Júlía var mjög dugleg og fór 12 ferðir og þar af 10 ein í lyftuna. 

Emilía er kvefuð þessa dagana og er illt í hálsinum og hefur þar af leiðandi ekki mikla matarlyst.  Vonandi fer þetta nú að lagast svo að við getum farið að borða "Spagetti med kjöttsaus" aftur.  Hún er annars rosalega dugleg að skríða og er farin að ganga með stuðningi.  Hún er einnig farin að tala svolítið meira, (babla meira) segir bæði mammaamammma og dadadadadadadada.  Tennurnar eru allar fjórar farnar að sýna sig. 

Meiri myndir koma fljóttlega, sjá neðar nokkrar.

 

Sætar systur, nýskírð EmilíaTrommarinn Júlía BjörkAmma með Emilíu og Júlíu BjörkOperan heimsóttNýji peisinnBorðað með öllu andlitinuEmilía dugleg að standa upp við allt


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband