27.11.2006 | 19:34
Miklar framfarir - komnar með kennitölu
Jæja þá er komið nýjum pistli úr Elmholtinu.
Helgin hjá okkur var frekar róleg, rigning á laugardaginn kallaði á inniveru og jólalögin voru sett á fóninn. Geir fór í vinnuna um 3 leytið og við Júlía komum okkur vel fyrir í sófanum og sungum jólalög og horfðum svo á Pétur Pan í sjónvarpinu.
Á sunnudaginn vorum við eins og túristar í Oslo og heimsóttum Holmenkollen. Við fórum alla leið upp á topp og sáum vel yfir Oslo. Veðrirð var mjög gott, sól og fínt útsýnisveður. Auk þess skoðuðum við skíðasafnið sem er á staðnum, mjög gaman.
Í dag drifum við Júlía okkur í leikfimi (fór í Power tíma, og er ennþá þreytt) og eftir hádeigi fórum við í göngutúr um hverfið, þar sem veðrið í dag var mjög gott (þ.e. ekki rigning). Þegar við komum heim var í póstkassanum bréf til okkar Júlíu þar sem við vorum beðin um að velja heimilislækni. Í þessu bréfi kom fram kennitalan okkar svo að við getum farið að panta allt það sem við þurfum, bankakort, námskeið og fleira. (allir veigir færir).
Ekki fleiri fréttir úr Elmholtinu í bili, þar til næst, ha de bra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.