Vikulok -3 vikur í Noregi

Jæja sæl verið þið!!!

Af okkur er allt gott að frétta.  Við Júlía Björk erum alltaf að leika okkur eitthvað, púsla, spila eða hlusta á skemmtilega tónlist.  Við erum einnig búin að vera duglegar að fara í leikfimi í vikunni, fórum í Jóga í gær og pallatíma í dag, (verð örugglega með harðsperrur á morgun).  Tökum okkur frí á morgun.  Geir á að vinna á morgun svo við Júlía Björk verðurm einar í kotinu annaðkvöld. 

Það er komið á hreint Júlía Björk byrjar í leikskólanum 8.janúar næstkomandi.  Þetta er glænýr leikskóli við Rikishospitalet.  Við ætlum að fara að skoða hann fljótlega, (áður en við komum aftur til Íslands). 

Eru þið ekki komin í smá jólaskap?  Við Júlía erum nú ekki farin að spila jólatónlist ennþá en ætli við byrjum ekki bara um helgina.  Er farið að spila jólalög í útvarpinu heima?  Við erum aðeins farin að heyra jólalög spiluð í verslununum hérna.

Ekkert bólar á kennitölu fyrir mig og Júlíu Björk en við erum vongóðar að eitthvað geirst fyrir mánaðrmót.  (nú þegar eru liðnar 5 vikur og ekkert gerst)

Kveðjur úr Elmholtinu

Inga, Geir og Júlía Björk 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband