Afmæli nálgast

Sæl verið þið

Héðan frá Noregi er allt gott að frétta, litla systir dafnar vel og hefur lengst um 6 cm og þyngst um 1 kg frá fæðingu.  Hún á að heita Emilía og verður skírð á Íslandi í sumar þegar fjölskyldan kemur í heimsókn.  Stóra systir, Júlía Björk er úti alla daga og leikur sér við strákana úr nágrenninu strax eftir leikskóla og er úti allan daginn í leikskólanum líka enda dauðþreytt þegar hún leggst á koddann á kvöldinn.  

Mamma og pabbi komu í heimsókn um daginn og komu á besta tíma þar sem hitastigið fór aldrei niður fyrir 17 stig.  Ekki slæmt það, en um leið og þau fóru fór að kólna og náði sögulegu lágmarki þann 17.maí (á sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna) og var aðeins 2 stiga hiti kl. 9 um morguninn og húsmóðirin var ekkert sérlega æst að fara út í skrúðgöngu þann daginn. 

Það styttist óðum í afmæli stóru systur, aðeins 2 vikur til stefnu og Eva færnka ætlar að mæta í veisluna og kíkja á Emílíu í leiðinni.  Júlía Björk er búin að senda út óskalista hvað hana langar í afmælisgjöf.  Það eru mjög ofarlega á lista, línuskautar þar sem allir strákarnir í götunni eru farnir að renna sér á nýja malbikinu á svoleiðis, mjög spennandi.  Auk þess er Júlía Björk næstum búin að læra að hjóla (án hjálpardekkja).

Fjölskyldan fór í Grillveislu í síðastliðinni viku í leiksólann hjá Júlíu, verið var að kveðja Torunn, leikskólakennara á deildinni hennar.  Það var mjög gaman, veðrið lék við okkur og krakkarnir skemmtu sér vel.

Læt auðvitað fylgja með einhverjar myndir af systrunum, sjá neðar.

SysturnarSysturnar samanJulia ad læra ad hjolaJulia med Targus og EmiliuJulia og Helgi Julia og ThorunnJulia og Oda borda marsmellos

Sungid a grillfestJulia og MarieEmilia brosir Er eg ekki finSætar systurNagrannarnir i afmæliskaffiAfi og Emilia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband