Lítil prinsessa kom í heiminn.

Aðfaranótt laugardagsins 12.4.  var viðburðarík hjá okkur hér í Noregi.  Já því litlabarnið í maganum eins og Júlía segir - byrjaði að banka á. Já eitthvhað sem við áttum ekki von á fyrr en eftir viku að minsta kosti..  Jú Pabbi Geir vaknaði við að elsku Inga var farin að finna heldur miklar hríðir.  Hann spurði er minna en 5mín á milli - svar já er 2-5mín á milli svar já... Þá er kanski rétt að drífa sig upp á spítala...  Kl  er ca. 03. og nú er að láta hendur standa fram úr ermum.  Það er hringt í nágrannana okkar "frábæra" og sagt nú er komið að því ok... Júlía fer yfir og við drífum okkur upp á sjúkrahús og erum þar 10mín í fjögur klukkan er orðin 04:07 og barnið er að koma í heiminn spennan eikst og mamma Inga stendur sig eins og hetja.  Barnið er fætt og klukkan er 04:10 og gleðin leynir sér ekki í andlitum nýbökuðu foreldrann.  Við höfum eignast glæsilega prinsessu mamma Inga.. Síðan tekur við tóm sæla og gleði og við viljum deila henni með ykkur...  Stór stund í okkar lífi og einkum og sér í lagi er það Júlía okkar hún er orðin stóra systir.  Dásamlegt þetta líf...

Er ég ekki fínSætar systurStoltur pabbiFlottasta mamma og dóttir í heimiSætust


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband