Sumarfrí á enda

Sæl verið þið

Héðan frá Noregi er allt gott að frétta.  Júlía Björk er komin aftur á leikskólann eftir sumarfrí.  Það er reyndar búið að vera frekar rólegt, fá börn og margir leikskólakennarar.  Eftir helgina ættu einhverjir fleiri að fara koma úr sumarfríi.

Við fengum gest í heimsókn í síðustu viku, Eva systir kom og var hjá okkur í 5 daga.  Við náðum að gera heilmikið með henni, versla´, fara á ströndina, skoða merka staði í Oslo, Holmenkollen og Vigelandsparken.  Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega Tusenfryd, Tivoli-skemmtigarður rétt fyrir utan Oslo.  Þar var farið í næstum öll tækin og sumir komu heim með hálfgerða sjóriðu, nefnum engin nöfn.  Júlía Björk var rosalegKlessubilarnir profadira dugleg að fara í flest tæki sem hún mátti fara í.  Sjá meðfylgjandi myndir.Julia a motorhjolinu

DSC04038

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum og sýndum Evu húsið okkar sem er í miklum vexti, sjá myndir.  Miklar breytingar eru á því frá því í lok júní.  Skrifa meira fljóltega.

BorkenholmenBorkenholmen ibudin okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband