9.6.2007 | 19:57
Hitabylgja í Oslo
Jæja sællt veri fólkið
Loksins gefst tækifæri við að hripa niður nokkrar línur af okkur hér í Elmholtinu. Síðastliðna viku hefur geysað hitabygja í landinu, hitinn náði hámarki í gær 30,5 °C sem var allt of heitt eins og gefur að skilja. Mikil sól og hiti hefur þau áhrif að maður er gjörsamlega að bráðna við að setjast út í sólina í klukkutíma svo maður flýr reglulega inn í svalann. Dagurinn í dag var mjg heitur, við fórum í bæjarferð og vorum gjörsamlega að bráðna, sérstaklega í lestinni í dag. Það var mjög kælandi að fá sé ís eftir langa gönguferð. Eftir að heim var komið var grillið hitað og salati skellt í skál og allir drifu sig út í garð og sóluðu sig.
Persónulega er ég alveg búin að fá nóg af þessu veðurfari, hitastigið hefur verið frá 25-29°C mætti alveg lækka um 5°C.
Prinsessan átti afmæli í vikunni og það var mjög gaman að fyljgast með því og upplifa það í svona "of góðu" veðri. Borðað var úti og Júlía fékk að ákveða hvað var borðað og við fengum svo afmæliskku. Allt mjög gaman.
Nú styttist í sumarfríið hjá okkur, aðeins vika til stefnu þar til við leggjum upp í ferðalag til Spjaldar á Jótlandi. Í Danmörku ætlum við að heimsækja Legoland, dýragarðinn og eitthvað skemmtilegt. Þaðan stefnum við á einn dag í Köben og náum að heimsækja Tivoli a.m.k. Frá Danmörku höldum við til Svíþjóðar nánartiltekið til Lundar og heimsækjum vinafólk okkar þar í nýjahúsið þeirra. Þaðan er stefnan tekin á Norega aftur og nokkrum dögum síðar til Íslands.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.