Páskar í Noregi

Sæl verið þið

 Héðan frá Noregi er allt gott að frétta.  Páskarnir voru mjög rólegir hér í Oslo, umferðin í lágmarki og nærri ekkert fólk á ferðinni.  Við fórum í hjólatúr til Bygdø, tók okkur aðeins 25 mínútur, þá vorum við komin á ströndinni.  Þessi staður er mjög fallegur og gaman að koma þangað aftur þegar hitastigið hækkar aðeins og sólin fer að sýna sig.

Páskahelgin var mjög róleg, við borðuðum náttúrulega íslenskt páskaegg, náðum næstum að klára það og Júlía Björk stóð sig líka vel náði líka næstum að klára sitt egg (þ.e. innihaldið) súkkulaðið er allt eftir.

Mikil spenna var í loftinu á sunnudaginn þar sem við settum fætur undir rúmið hennar Júlíu og stiga svo hún geti klifrað upp í rúm.  Undir rúmið settum við upp tjöld, lítið hús þar sem Júlía getur leikið sér.  Rúmið hefur slegið í gegn og hún hefur varla komið fram úr herberginu sínu síðan rúmið var sett upp.

Nú er allt komið í sama far og áður og styttist í að við komum heim til Íslands í smá frí.  Við Júlía ætlum að verða til 16.5 en Geir þarf að fara á kúrs í Bergen svo hann verður bara til 5.5.

P.s. sjáið fína herbergiðDSC03222 mitt.DSC03220


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband