7.3.2007 | 10:55
Flesna yfirstaðin (uuufffffff)
Daginn eftir vöknuðu allir hressari og drifum okkur út í snjóinn (sem var nú ekki svo mikill eftir allt, búið að moka mikið af honum í burtu). Við fórum að hjálpa við undirbúininginn á skírnarveislunni, setja á kökur og leggja á borð.
Á sunnudeginum þá fórum við í íslenska messu í St.Pauls krikju þar sem litla frænka fékk nafnið Selma Marie. Það var gaman að koma í íslenska messu í Köben, það var nú dálítið af fólki en mest aðstandendur Selmu Marie. Síðan var haldið í veisluna, þar beið okkar forréttur, aðalréttur og kökur í eftirmat. Veislan minnti mig á minni útgáfu af brúðkaupi þeirra Óskars og Susanne. Það var mjög gaman og allir voru orðnir mjög saddir að lokum.
Á mánudeginum fórum við í bæinn og kíktum á nokkrar vel valdar búðir, (það er nauðsynlegt að fara á Strikið og Köbmagergade).
Á þriðjudeginum fórum við svo áleiðis til Svíþjóðar, nánartiltekið til Lundar. Þar fengum við góðar móttökur og Júlía Björk hitti vinkonu sína Sylvíu Rós. Við skoðuðum bæjarlífið í Lundi og skoðuðum líka nýja húsið sem Siggi og Aníta vinarfólk okkar er búið að kaupa sér en fær afhent eftir 2 mánuði. Mjög gaman að koma til þeirra.
Svo var haldið áleiðis heim til Noregs og ferðalagið gekk mjög vel fyrir utan að koma töskulaus heim, (dálítið tómlegt að hafa bara handtöskur). En sem betur fer kom taskan í leytirnar og við fengum hana á hádeig daginn eftir.
Það var karnival (öskudagur) á leikskólanum á föstudeginum en þar sem búningurinn hennar Júlíu var keyptur í Köben og var í töskunni þá var ekki hægt að fara í leikslólann, frekar fúllt.
Það var mjög gott að vera kominn heim aftur og allt komið í rútínu að nýju.
Við keyptum okkur bíl, (kaupleiga) þannig að nú keyrum við í leikskólann og vinnu í stað þess að taka strætó. Það er fínt, nú reynum við að rata um bæinn og villast ekki mjög mikið. Við höfum einfaldan smekk og keyptum Subaru Legacy, eins og við áttum heima á íslandi.
Skrifa meira síðar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Halló Osló
Gaman að lesa bloggið ykkar. Það var leitt að þið skylduð lenda í þessum sjúkdómum og töskuveseninu. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn til Köben á dögunum. Við í Köben sendum kveðju til ykkar allra í Elmholt Allé.
Að lokum vil ég láta ykkur vita að við höfum opnað okkar eigin bloggsíðu á www.spoa.dk. Á þeirri síðu er að finna myndaalbúm með fullt af nýjum myndum af Selmu, m.a. myndir frá skírninni.
Óskar Ágústsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.