Jólin nálgast

Sæl verið þið

 Loksins koma fréttir af okkur héðan frá Noregi.  Haustið hefur liðið hratt og jólin á næsta leiti.  Við skruppum til Jótlands um miðjan nóvember að heimsækja Óskar bróður og skoða nýja húsið sem hann var að kaupa sér þar.  Það var mjög gaman, þar sem mamma og pabbi, Eva og Agga voru einmitt á sama tíma þar.  Það verður mjög gaman að koma til þeirra aftur þegar allt er í blóma og ávaxtatrén farin að blómstra. 

Um síðustu helgi fóru Geir og Júlía á skíði, þar sem búið er að opna í skíðabrekkunni okkar.  Júlía var mjög dugleg og fór 12 ferðir og þar af 10 ein í lyftuna. 

Emilía er kvefuð þessa dagana og er illt í hálsinum og hefur þar af leiðandi ekki mikla matarlyst.  Vonandi fer þetta nú að lagast svo að við getum farið að borða "Spagetti med kjöttsaus" aftur.  Hún er annars rosalega dugleg að skríða og er farin að ganga með stuðningi.  Hún er einnig farin að tala svolítið meira, (babla meira) segir bæði mammaamammma og dadadadadadadada.  Tennurnar eru allar fjórar farnar að sýna sig. 

Meiri myndir koma fljóttlega, sjá neðar nokkrar.

 

Sætar systur, nýskírð EmilíaTrommarinn Júlía BjörkAmma með Emilíu og Júlíu BjörkOperan heimsóttNýji peisinnBorðað með öllu andlitinuEmilía dugleg að standa upp við allt


Gestir i Borkenholmen

Hallo aftur

Vid fengum gesti til okkar um sidustu helgi, systir Geirs, Hugrun kom med alla fjølskylduna.  Vid skruppum i tivoligardinn Tusendfryd og skemmtum okkur konunglega.   Sja medfylgjandi myndir.  Julia for i sina fyrstu russibanaferd og vildi fara aftur um leid og henni lauk.

Kari og Julia i klessubilunumMini russibani med pabbaJulia i hringekjunniFallturninn profadurGeir og Emilia i TusenfrydFroska hoppJulia i fyrstu russibanaferdinniJulia rolar med Kara, Gudbjarti og HrafnkeliGeir og Gudbjartur i Speed monster russibananumMamma og Emilia i TusendfrydEmilia a nyja leikteppinu sinu


Sumar i Noregi

Sæl verid thid

Loksins heyrist fra okkur hedan i Noregi, Emilia stækkar og stækkar ordin 3 manada.  Vid erum buin ad taka fyrsta hlutann af sumarfriinu okkar, forum til Danmerkur og heimsottum Oskar brodur og Susanne og Selmu.  Attum goda daga i Skandeborg.  Heldum thadan til Svithjodar, fyrst stoppad i Lundi hja Sigga og Anitu og svo keyrt til Gautaborgar og stoppad thar i 2 nætur.  Ferdalagid heppnadist vel og ma sja myndir her ad nedan fra thvi.

Thad styttist lika i ad vid komum heim adeins rumar 4 vikur.Sætar systurSætar saman

Julia og Sylvia a roluvelli i LundiI sundiFjsk. SignalvagenStoltir fedurOskar Pall frændiVeisla vid SignalvegenSaltstangirPrinsessur i LuniSelma frænkaPrilikøtturinn JuliaA leikvellinumBrosmild EmiliaUt ad borda i RandersI Randers RegnskøvSætar frænkurEmilia og nyji apinnKøb mandGummi TarsanBarnabørnin 3Arosar heimsottirSætar vinkonurUppi a FrognersetretEmilia og Frissi fillEmilia og Soley KatrinJulia og Sylvia i badiSætar systurAfmælisgjafir nattkjoll og sundglerauguAri og Julia borda utiJulia og Emiliaafmælisveisla JuliuAri, Helgi og Julia i sunlauginni


Afmæli nálgast

Sæl verið þið

Héðan frá Noregi er allt gott að frétta, litla systir dafnar vel og hefur lengst um 6 cm og þyngst um 1 kg frá fæðingu.  Hún á að heita Emilía og verður skírð á Íslandi í sumar þegar fjölskyldan kemur í heimsókn.  Stóra systir, Júlía Björk er úti alla daga og leikur sér við strákana úr nágrenninu strax eftir leikskóla og er úti allan daginn í leikskólanum líka enda dauðþreytt þegar hún leggst á koddann á kvöldinn.  

Mamma og pabbi komu í heimsókn um daginn og komu á besta tíma þar sem hitastigið fór aldrei niður fyrir 17 stig.  Ekki slæmt það, en um leið og þau fóru fór að kólna og náði sögulegu lágmarki þann 17.maí (á sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna) og var aðeins 2 stiga hiti kl. 9 um morguninn og húsmóðirin var ekkert sérlega æst að fara út í skrúðgöngu þann daginn. 

Það styttist óðum í afmæli stóru systur, aðeins 2 vikur til stefnu og Eva færnka ætlar að mæta í veisluna og kíkja á Emílíu í leiðinni.  Júlía Björk er búin að senda út óskalista hvað hana langar í afmælisgjöf.  Það eru mjög ofarlega á lista, línuskautar þar sem allir strákarnir í götunni eru farnir að renna sér á nýja malbikinu á svoleiðis, mjög spennandi.  Auk þess er Júlía Björk næstum búin að læra að hjóla (án hjálpardekkja).

Fjölskyldan fór í Grillveislu í síðastliðinni viku í leiksólann hjá Júlíu, verið var að kveðja Torunn, leikskólakennara á deildinni hennar.  Það var mjög gaman, veðrið lék við okkur og krakkarnir skemmtu sér vel.

Læt auðvitað fylgja með einhverjar myndir af systrunum, sjá neðar.

SysturnarSysturnar samanJulia ad læra ad hjolaJulia med Targus og EmiliuJulia og Helgi Julia og ThorunnJulia og Oda borda marsmellos

Sungid a grillfestJulia og MarieEmilia brosir Er eg ekki finSætar systurNagrannarnir i afmæliskaffiAfi og Emilia


Komin heim í Borkenholmen

Sæl verið þið

Við komum heim af spítalanum á þriðjudaginn og stóra systir er mjög dugleg að hjálpa til að skipta á bleiu.  Það er mjög gott að hafa pabba Geir heima núna og hjálpa til meðan maður er að komast upp í rútínu með brjóstagjöfina og annað.

Veðrið er mjög gott þessa dagana, sólskin og hlýindi í veðurkortunum, svo maður verður nú að fara komast í vagninn og fara í göngutúra.  Júlía æfir sig á hjólinu næstum á hverjum degi og verður sífellt betri.

Fyrsta baðið heima í BorkenholmenNykomin ur badiPrinsessa án nafnsPabbi og prinsessanEr ég ekki fín?Ró og friður yfir mérPrílikötturinn JúlíaPrílað í trénu í garðinumSolla stirða húfan prófuð


Lítil prinsessa kom í heiminn.

Aðfaranótt laugardagsins 12.4.  var viðburðarík hjá okkur hér í Noregi.  Já því litlabarnið í maganum eins og Júlía segir - byrjaði að banka á. Já eitthvhað sem við áttum ekki von á fyrr en eftir viku að minsta kosti..  Jú Pabbi Geir vaknaði við að elsku Inga var farin að finna heldur miklar hríðir.  Hann spurði er minna en 5mín á milli - svar já er 2-5mín á milli svar já... Þá er kanski rétt að drífa sig upp á spítala...  Kl  er ca. 03. og nú er að láta hendur standa fram úr ermum.  Það er hringt í nágrannana okkar "frábæra" og sagt nú er komið að því ok... Júlía fer yfir og við drífum okkur upp á sjúkrahús og erum þar 10mín í fjögur klukkan er orðin 04:07 og barnið er að koma í heiminn spennan eikst og mamma Inga stendur sig eins og hetja.  Barnið er fætt og klukkan er 04:10 og gleðin leynir sér ekki í andlitum nýbökuðu foreldrann.  Við höfum eignast glæsilega prinsessu mamma Inga.. Síðan tekur við tóm sæla og gleði og við viljum deila henni með ykkur...  Stór stund í okkar lífi og einkum og sér í lagi er það Júlía okkar hún er orðin stóra systir.  Dásamlegt þetta líf...

Er ég ekki fínSætar systurStoltur pabbiFlottasta mamma og dóttir í heimiSætust


Gestagangur í Borkenholmen

Sæl verið þið

 Síðastliðin mánuðinn höfum við fengið góða gesti í heimsókn, pabbi og mamma komu í lok febrúar.  Pabbi náði að prófa skíðabrekkuna og líkaði vel.  Við náðum að sýna þeim aðeins næsta nágrenni og auðvitað Holmenkollen og Frognersetren. 

Við settum loksins upp gardínur í elhúsinu, það er mikil breying að getað lokað á sólina og nágrannana.

Páskarnir voru fljótir að líða, við fórum á skíði, héldum matarboð fyrir íslendingana í hverfinu og borðuðum auðvitað íslenskt páskaegg.

Pönnukökupannan vígðAmma og afiAfi og Geir á barnumJúlía prílikötturFrænkurnar Júlía og Selma DSC04619Selma á skíðum með pabba sínumJúlía í nýju peysunni frá ömmu HeiðuGestir frá Danmörku í Bærums VerkFrognersetrenJúlía og Selma að borða íslenska snúðaJulia i leikfimiJulia ad lesa dagbladidNyju gardinurnarGardinurnarGardinurnar


Flutt í nýja húsið

Halló halló

 Já þá erum við loksins flutt í höllina okkar, búin að vera hér í 3 vikur og kunnum vel við okkur í  nýja umhverfinu.  Skíðabrekkan er náttúrulega punkturinn yfir iiiiiððððððððððð.  Við höfum gott útsýni í brekkuna úr eldhúsglugganum.  Júlía og Geir eru búin að prófa brekkuna og líkar vel.  Sjá myndir af nýju skíðadrottningunni. 

Það gengur ágætlega að koma okkur fyrir, við fengum mikla hjálp frá tengdaforeldrunum og eiga þau miklar þakkir skilið.  Búið er að setja upp næstum öll ljós sem við erum búin að kaupa og geymslan er að taka á sig rétta mynd og við ættum að geta klárað mikið um helgina.  Geir er komin í 9 daga frí núna og við ættum að geta gert ýmislegt á þeim tíma.

Við fáum heimsókn frá Íslandi í næstu viku, þá koma amma og afi í heimsókn.  Afi ætlar að prófa skíðabrekkuna, það er vetrarfrí í skólum svo að það verður opið alla daga í brekkunni.

Júlía Björk hefur þrjá nýja vini í næsta nágrenni, allir 4 ára, Ari, Oliver (íslenskir) og Thomas (norskur).  Þannig að mikið hefur breyst frá því að við vorum í Elmholtinu.

Það var Karnival á dögunum hjá Júlíu og það var mikið fjör, kötturinn sleginn úr tunnunni og pylsur á boðstólnum.  Sjá myndir að neðan.

Fyrsta skíðaferðinDSC04598

 DSC04596DSC04555DSC04569

 DSC04541

 

 

 

DSC04570 DSC04561

 

DSC04575

DSC04574


Styttist í fluttning

Sælt verið fólkið, gleðilegt ár

Hér koma nokkrar myndir frá jólunum

Jóhanna, Eggert og Júlía Barnabörnin

 

 

 

 

 

Finar frænkur

Flottar ekki satt

 

 

 

 

 

 

 Finar mædgurEva og Julia

 

 

 

 

 

Frænkurnar vid jolatred

 

 

 

 

 

 Við fórum að skoða húsið okkar í gær sem verður tilbúið þann 25.1 næstkomandi, sjá meðfylgjandi myndir sem við tókum

Eldhusid

Eldhusid

 

 

 

 

 

Eldhús séð inn frá stofunni 

Svefnherbergisgluggi

Badherbergi uppiBadherbergi nidri

Svefnherbergisgluggi (ansi stór)

 

 

 

 

 


Höllin okkar gengur vel

Hæ hæ 

Við fórum í heimsókn í Borkenholmen í dag til að forvitnast um gang mála á húsinu okkar, og skv. myndunum að dæma þá gengur það vel.  Það er búið að setja þak og næstum alla glugga.  Maður fer að verða mjög spenntur fyrir þessu og langar að fara flytja inn.  Við erum enn ekkert farin að heyra af hvenær höllin verður afhennt en það hlýtur að fara koma að því.

Myndirnar tala sínu máli

DSC04197

 

 

 

 Hér sjáið þið lengjuna alla sem verið er að byggja, við erum á endanum hægra megin.

 

DSC04195

 

 

 

Þakið komið á og allir gluggar nema stofugluggarnir.

 

DSC04193

 

 

 

 

Hér er hliðin á húsinu, múrsteinar neðst og svo verður viður settur þar fyrir ofan.

 

DSC04190

 

 

 

 Hér sjáið þið framhliðina á húsinu, bílskúrinn er lokaður og þar vinstra megin verður inngangurinn.  Stofuglugginn er þar fyrir ofan.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband